Fjármálaupplýsingar

HB Grandi skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar

Þann 25.4.2014 hóf­ust viðskipti með hluta­bréf HB Granda hf. á aðal­markaði NASDAQ kaup­hall­ar­inn­ar á Norðurlöndum í kjölfar hlutafárútboðs stórra hluthafa á 27% hlutafjár félagsins.

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni er haft eft­ir Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni, for­stjóra HB Granda að þetta ýti und­ir dreifðara eign­ar­hald í fé­lag­inu. „Þetta eru spenn­andi tím­ar í sögu HB Granda. Skrán­ing­in hef­ur gert okk­ur kleift að ná mark­miði okk­ar um dreifðara eign­ar­hald og við erum af­skap­lega ánægð með niður­stöður hluta­fjárút­boðsins. HB Grandi er eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins og við erum stolt af því að geta boðið Íslend­ing­um upp á tæki­færi til að taka þátt í framtíðar­verk­efn­um með okk­ur.“

Páll Harðar­son, for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar seg­ir skrán­ing­una marka tíma­mót. „Fé­lagið er það fyrsta á Íslandi sem fær­ir sig frá First North yfir á Aðal­markaðinn, en ekki síst, þá er HB Grandi fyrsta sjáv­ar­út­vegs­fé­lagið í mörg ár sem kem­ur á markað. Það er mjög mik­il­vægt að ein af und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um lands­ins sé á markaði, þannig að bæði stærri og smærri fjár­fest­um séu veitt tæki­færi til að fjár­festa í henni. Við bjóðum HB Granda vel­komið og við hlökk­um til að styðja við fé­lagið á nýrri veg­ferð þess sem skráð fé­lag,” seg­ir Páll. 

Ari­on banki var um­sjón­araðili með skrán­ing­unni og mun einnig sjá um viðskipta­vakt með bréf fé­lags­ins.

 

 

Fjárhagsdagatal


Fjórði ársfjórðungur (2016)    
   
    22. febrúar 2017

Aðalfundur 2017
   
    5. maí 2017

Fyrsti ársfjórðungur

   
    31. maí 2017

Annar ársfjórðungur


   
 30. ágúst 2017

Þriðji ársfjórðungur


 
  29. nóvember 2017

Fjórði ársfjórðungur


    28. febrúar 2018