Stjórn og stjórnarhættir

stjórnarhættir


Stjórn HB Granda

Nafn

Magnús M.S. Gústafsson
Stjórnarformaður

Menntun

Rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum, Hagræðingarnám.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda

4. maí 2018

Starfsreynsla

Forstjóri Atlantika INC, í Bandaríkjunum, starfslok 31. maí 2018 Fyrri störf: Aðalræðismaður Íslands í New York, forstjóri Icelandic Inc – Coldwater Seafood, forstjóri Hampiðjunnar hf., Hagræðingarráðunautur.

Önnur stjórnarstörf

Sat í stjórn í Brim hf. Sat í stjórn Promens.

Eignarhlutur í HB Granda hf.

Kr. 81.689 (0,005%)

Hagsmunatengsl

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.


Nafn

Danielle Pamela Neben
Varaformaður stjórnar

Menntun

Viðskiptafræðingur frá McGill University í Kanada með áherslu á fjármál.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda

27. júlí 2018

Starfsreynsla

Starfar sem markaðsstjóri ePassi á Íslandi. Fyrri störf: Ráðgjafi hjá Maresías slf og Fidelio Partners (London, Englandi) með áherslu á ráðgjöf í fjárfestatengslum, stjórnarháttum og fyrirtækjaráðgjöf. Framkvæmdastjóri á alþjóðasviði HSBC bankans á árunum 1993-2013. Danielle starfaði í sjö löndum, m.a. í Bretlandi, Þýskalandi, Taívan og Singapore á fyrirtækjasviði, stjórnun fjárfestatengsla, á einstaklingsviði og áhættustjórnun. Hún átti sæti í framkvæmdastjórn HSBC Trinkaus & Burkhardt (Int.) SA í Lúxemborg 2012-2013 sem framkvæmdastjóri á rekstrarsviði.

Önnur stjórnarstörf

Stjórnarmaður hjá Meniga Ltd. og Monerium ehf. Sat í stjórn Félag Kvenna í Atvinnulífinu frá 2016 til 2018 Stjórnarmaður hjá Landsbankanum (júlí 2013 til febrúar 2017), m.a. formaður endurskoðunarnefndar (2014 til 2016) og formaður framtíðarnefndar (2016 til 2017).

Eignarhlutur í HB Granda hf.

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.


Nafn

Anna G. Sverrisdóttir

Menntun

Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet í Þrándheimi-NTNU) og var áður í Verslunarskóla Íslands.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda

28. apríl 2016

Starfsreynsla

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf., sinni afmörkuðum verkefnum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar SAF. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg og hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatn Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2), Arnarflugi auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf og Landsbankanum.

Önnur stjórnarstörf

Stjórnarformaður, Into the Glacier ehf, á sæti í stjórnum: Hreyfingar ehf, AGMOS ehf og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fyrri stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar, Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum s.s. fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.

Eignarhlutur í HB Granda hf.

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.Nafn

Eggert Benedikt Guðmundsson

Menntun

Rafmagnsverkfræðingur (Dipl.-Ing.) frá Tækniháskólanum í Karlsruhe, MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda

4. maí 2018

Starfsreynsla

Starfar sem ráðgjafi hjá IceCure ehf. Fyrri störf: Forstjóri eTactica ehf, forstjóri N1 hf., forstjóri HB Granda hf., forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Philips Electronics, verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu hf.

Önnur stjórnarstörf

Stjórnarformaður Hótels Holts Hausta ehf.. Formaður Leikfélags Reykjavíkur.

Eignarhlutur í HB Granda hf.

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.


Nafn

Kristrún Heimisdóttir

Menntun

Lögfræðingur, cand.jur. frá Háskóla Íslands. Laga- og heimspekinám í KU Leuven Belgíu og í UCC Cork á Írlandi. Doktorsnám í Bandaríkjunum.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda

27. júlí 2018

Starfsreynsla

Hefur frá 2015 verið rannsóknafélagi við Columbia University Law School í New York. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2013-14. Lektor við Háskólann á Akureyri frá 2012 og nú gestalektor þar. Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012. Lögfræðilegur ráðgjafi velferðarráðherra 2009-2010. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2007-2009. LEX lögmannstofa 2006-2007, Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Valnefnd sigurtillögu samkeppni um byggingu tónlistahúss í Reykjavík 2005-2006. Kenndi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Íþróttafréttakona ofl. hjá RÚV. Starfaði með Thorvald Stoltenberg fyrir hönd Íslands í nefnd um varnarsamstarf Norðurlanda 2008. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.

Önnur stjórnarstörf

Í stjórn “Leifur Eiríksson Foundation”. Í siðanefnd Knattspyrnusambands Íslands. Varamaður í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. Dæmi um fyrri stjórnarstörf: Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, stjórnarformaður Félagsþjónustu kirkjunnar, stjórnarformaður Hlaðvarpans ehf. Ritari stjórnar Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Formaður Afrekssjóðs. Stjórn Háskólans í Reykjavík. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar.

Eignarhlutur í HB Granda hf.

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.