Starfsmannastefna

HB Grandi er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Reynsla og þekking á nýtingu auðlindar og framleiðslu sjávarafurða endurspeglast í öllu starfi HB Granda. 
Hlutverk starfsfólks taka til allrar virðiskeðjunnar, þ.e. veiða, vinnslu, sölu og dreifingu á afurðum félagsins. 
HB Grandi leggur áherslu á að innan fyrirtækisins starfi hæft og traust starfsfólk sem af fagmennsku og ábyrgð tryggir sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni í umgengni við auðlindina. 

VELLÍÐAN OG STARFSANDI 

HB Grandi er traustur vinnustaður þar sem stjórnendum og starfsmönnum er annt um vellíðan og heilbrigði samstarfsfólks síns. 

HB Grandi er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem leitast er við að hafa gott vinnuskipulag varð- andi frítíma og jafnvægi milli fjölskyldu og einkalífs. Fjölbreytileiki starfa hjá HB Gra​​nda leiðir til þess að leita þarf ólíkra leiða eftir aðstæðum á hverjum stað til að ná þessu markmiði. 

​​​HB Grandi er jafnréttissinnaður vinnustaður þar sem leitast er við að fá jafnt karla og konur til starfa í hinum ólíku starfahópum vinnustaðarins. Óheimilt er að mismuna starfsmönnum hjá HB Granda vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna. HB Grandi vinnur eftir aðgerðaáætlun í jafnréttismálum sem er endurskoðuð reglulega. 

Einelti eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá HB Granda. Til er aðgerðaráætlun um viðbrögð ef upp kemur grunur um einelti eða áreitni á vinnustaðnum. 

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • ​​​​Komum fram af heilindum og virðingu í starfi og erum fyrirtækinu til sóma. 
 • ​​Sýnum samstarfsfólki okkar virðingu og traust. 
 • ​Berum virðingu fyrir ólíkum uppruna, skoðunum og fjölmenningu.

HÆFNI OG ÞJÁLFUN, RÁÐNINGAR, MÓTTAKA NÝLIÐA OG STARFSLOK 

Við ráðningar er lögð áhersla á að fá til starfa hæfa, trausta og árangursmiðaða einstaklinga. 

HB Grandi leggur áherslu á að hjá félaginu starfi starfsfólk með framúrskarandi hæfni og fyrirtækið fjárfestir markvisst í fræðslu og þjálfun starfsmanna. 

Staðið er faglega að ráðningum og starfslokum.

Stefna HB Granda er að hafa virðingu og sveigjanleika að leiðarljósi við starfslok. 

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • Öflum okkur þekkingar og þjálfunar sem við þörfnumst í starfi.
 • Höfum frumkvæði að því að sækja okkur þekkingu og að þróast og þroskast í starfi. 


SAMSKIPTI OG UPPLÝSINGAMIÐLUN 

Samskipti hjá HB Granda eru persónuleg og byggjast á heilindum, tillitssemi og virðingu. HB Grandi leggur áherslu á að starfsfólk sé vel upplýst um starfsemi fyrirtækisins.

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • Miðlum upplýsingum innan fyrirtækis um störf okkar.
 • Öflum okkur þeirra upplýsinga sem við þörfnumst vegna starfa okkar. 

SKIPULAG

HB Grandi leggur áherslu á skýrt og skilvirkt skipulag og jafnframt að staðið sé við gerðar áætlanir. Í því felst að starfsfólk tileinki sér stefnu HB Granda og þekki hlutverk sitt í starfseminni. Stjórnskipulag fyrirtækisins byggist á því að boðleiðir milli veiða og vinnslu séu sem stystar. Þannig gerir það félaginu kleift að hámarka virði afurða sinna sem og bregðast skjótt við breyttum aðstæðum á markaði. 

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • Tileinkum okkur stefnu HB Granda. 
 • Þekkjum hlutverk okkar í starfseminni. 


SAMVINNA OG ÁRANGUR 

HB Grandi er framsækið fyrirtæki í sjávarútvegi. Lögð er áhersla á að samvinna starfsfólks og deilda sé skilvirk og góð. Árangur starfsfólks og deilda er lykilatriði í starfseminni þar sem starfsfólk stuðlar að framförum og þróun. 

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • Veitum hvert öðru uppbyggilega rýni og aðstoð við úrlausn verkefna. 
 • Vinnum með einstaklingum og deildum á skilvirkan og árangursmiðaðan hátt. 
 • Erum stundvís, vandvirk, áreiðanleg og reglusöm og förum eftir fyrirmælum og reglum á vinnustaðnum. 
 • Sinnum störfum okkar af fagmennsku, stolti og alúð. 
 • Erum móttækileg fyrir nýjungum og erum úrræðagóð og lausnamiðuð. 
 • Tökum ábyrgð á verkefnum okkar, vinnum þau vel og skilum á réttum tíma. 


STJÓRNUN OG ENDURGJÖF 

Stjórnendur bera ábyrgð á starfsemi HB Granda og árangri fyrirtækisins. 

VIÐ SEM ERUM Í STJÓRNENDAHLUTVERKI HJÁ HB GRANDA:
 • Veitum starfsfólki okkar endurgjöf um störf þeirra og ræðum við þau um hlutverk, árangur og markmið í starfi. 
 • Hvetjum starfsfólk okkar til dáða, styðjum við störf þeirra og gefum okkur tíma til að fara yfir verkefnin. 
 • Stuðlum að því að starfsfólk viti hvaða áherslur eru lagðar í starfseminni hverju sinni og hvaða áhrif það hefur á störf þeirra.
 • Stuðlum markvisst að uppbyggingu jákvæðrar og árangursmiðaðrar fyrirtækjamenningar HB Granda.​


ÖRYGGISMÁL 

HB Grandi leggur áhersla á gott vinnuumhverfi, öryggi og góðan aðbúnað starfsmanna. 

VIÐ SEM STÖRFUM HJÁ HB GRANDA:
 • Fylgjum öryggisreglum á vinnustað. 
 • Tökum þátt í öryggisfræðslu og kynnum okkur reglur.
 • Bendum á það sem betur má fara í öryggismálum.

STARFSKJÖR

HB Grandi er traustur vinnuveitandi sem virðir ávallt kjarasamninga og lögbundin réttindi starfsmanna. Laun og kjör starfsfólks HB Granda taka mið af kjarasamningum. Þar sem kjarasamningar kveða ekki á um launakjör starfsfólks taka laun mið af inntaki starfa, álagi, hæfni og árangri starfsfólks.​