Ómengað haf

Niðurstöður rannsókna sýna að hafið umhverfis Ísland er hreint og íslenskar sjávarafurðir eru heilnæmar og næringarríkar. Velferð Íslendinga hefur alltaf byggst á skynsamlegri nýtingu  auðlindarinnar. Vöktun Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins byggist á fjölþjóðlegum samningum og rannsóknum vísindamanna auk þess sem lögð er áhersla á séríslensk rannsóknarverkefni á hafinu umhverfis landið.

HB Grandi leggur sitt af mörkum með góðri umgengni um þá auðlind sem hafið umhverfis Ísland er. Mikilvægt er að skila vistkerfi sjávar í jafngóðu eða betra ástandi til komandi kynslóða. Á því byggist framtíð fyrirtækisins.


 


 

Ábyrgar fiskveiðar

Fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum byggist á lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Þau grundvallast á aflamarkskerfi í þeim tegundum sem veiðar eru takmarkaðar á.
Stjórnvöld, í samráði við hagsmunaaðila, vinna ötullega að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á vísindalegum forsendum og er þar byggt á starfi Hafrannsóknastofnunar.
Fiskverndun á Íslandsmiðum er byggð á þremur grundvallaraðferðum:

  • Aflareglu sem er þróuð fyrir hvern nytjastofn. Í því felst að ákvarðað er hversu stórt hlutfall er veitt af veiðistofni ár hvert.
  • Reglum varðandi útbúnað veiðarfæra. Áhersla er lögð á kjörhæfni veiðarfæra sem þýðir að reynt er að veiða einungis þær tegundir og þá stærð af fiski sem leitað er eftir.
  • Með verndun og lokun ákveðinna svæða. Í þessu felst að ákveðin veiðarfæri eru bönnuð á tilteknum svæðum eða þá að svæði eru algjörlega lokuð fyrir veiðum. Þetta er gert til að vernda t.d. hrygningarfisk og ungvið.

Aflaheimildir

 
FISKTEGUND   
HEILDARKVÓTI (tonn)
HB GRANDI (tonn)
 % 
  Djúpkarfi 12.000 4.000 33
  Grálúða  12.000 1.500 13
     Karfi/Gullkarfi 44.500 13.000 28
     Kolmunni  142.000 30.000 21
     Loðna 185.500 33.500 18
     Makríll 153.500 20.000 13
     Norsk-Íslensk síld  97.500 14.000 14
     Síld   55.500  
6.000
11
     Ufsi  44.000 8.000 18
  Ýsa  27.500 2.000 7
     Þorskur  194.000 10.500 5
  Þorskur í norskri lögs. 6.500
1.500
22
  Þorskur í rússneskri lögs.  4.000
1.000   28  
  Úthafskarfi  2.000
500   30  
  Aðrar tegundir 
1.300   


 

Um flotann

Ísfisktogararnir

Við gerum út fjóra ísfisktogara og sjá þeir báðum botnfiskvinnslum félagsins fyrir afla til vinnslu. Þeir eru vel tækjum búnir og veiða botnfisk, aðallega karfa, ufsa og þorsk. Lögð er áhersla á góða meðhöndlun og kælingu aflans. Þannig fá vinnslurnar úrvals afla sem svo skilar sér í afurðum af bestu gæðum til viðskiptavina. 

Uppsjávarskipin

Við gerum út tvö uppsjávarskip og sjá þau uppsjávarvinnslum félagsins á Vopnafirði og á Akranesi fyrir afla. Skipin eru sérhæfð í að veiða uppsjávarfisk: makríl, síld, loðnu og kolmunna. Aflanum er dælt í öfluga sjókælitanka. Við löndun er síðan dælt úr tönkunum í landvinnsluna sem vinnur aflann jafnóðum. Þessi aðferð tryggir ferskt og gott hráefni sem skilar sér í afurðum af bestu gæðum.

Frystitogararnir

HB Grandi gerir út þrjá vel útbúna frystitogara sem veiða grálúðu, karfa, þorsk, ýsu, ufsa, gulllax og makríl auk ýmissa annarra fisktegunda. Aflinn er stærðarflokkaður og ýmist flakaður eða frystur heill um leið og hann kemur um borð. Afraksturinn er framúrskarandi fiskur úr hreinu og ómenguðu hafi.