FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN 11. JÚNÍ
Til að fagna Sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.
Hátíðarsvæðið opnar kl. 13:00 á sunnudag og boðið verður upp á fiskisúpu, pylsur, kökur, kleinuhringi og fleira góðgæti. Andlitsmálun og blöðrur verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
SKEMMTIDAGSKRÁ
13:00 Svæðið opnar
14:00 Skoppa og Skrítla
14:30 Sprengju-Kata
15:00 Emmsjé Gauti
15:30 Sirkus Íslands
16:00 Dagskrá lýkur